Almennar fréttir / 21. febrúar 2024

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2023

Þann 14. febrúar síðastliðinn kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins samþykkt ársuppgjör á rafrænum kynningarfundi sem sendur var út í beinu streymi. Árs- og sjálfbærniskýrslu 2023 ásamt ársreikningi, umhverfisuppgjöri, tilkynningu um uppgjör, fjárfestakynningu og upptöku af kynningunni má nú nálgast hér.
Helstu atriði ársuppgjörs:
  • Rekstrartekjur voru 13,8 ma.kr. á árinu og leigutekjur hækka um 13,2%.
  • EBITDA nam 9,4 ma.kr. og hækkar um 12,4%.
  • Hagnaður var 3,8 ma.kr. en nam 2,9 ma.kr. á árinu 2022, aukning um 31%.
  • Fjárfestingaeignir eru bókfærðar á 182,7 ma.kr.
  • Hækkun vaxtastigs á síðari hluta árs leiðir til lækkunar á virðismati um tæplega 3,6 ma.kr. en virðismat er jákvætt um 6,5 ma.kr. á árinu 2023.
  • Handbært fé frá rekstri nam 5,5 ma.kr. og var handbært fé 3,2 ma.kr. í lok árs 2023.
  • Vaxtaberandi skuldir eru 116,3 ma.kr. í lok tímabils og hækkuðu um 7,2 ma.kr. á árinu.
  • Skuldahlutfall var 64,8% og eiginfjárhlutfall 30,0% í lok árs 2023.
  • Hagnaður á hlut á árinu 2023 nam 2,11 kr. en var 1,61 kr. á árinu 2022, aukning um 31%.
„Liðið ár var sérlega viðburðaríkt í rekstri Regins þar sem áhersla var lögð á að þróa, umbreyta og efla eignasafn félagsins, styrkja viðskiptasamninga þess og fjárhagsskipan. Um 45% af tekjum félagsins koma frá opinberum aðilum annars vegar og skráðum fyrirtækjum hins vegar. Vanskil leigutaka eru lág og mörg útleiguverkefni í burðarliðnum", segir Halldór Benjamín Þorbergsson.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.