Almennar fréttir / 17. nóvember 2023

30% landsmanna heimsækja fjölsóttustu kjarna Regins á einni viku

Hjá Regin leggjum við áherslu á að móta aðlaðandi umhverfi og eftirsótta blöndu innan skilgreindra kjarna fyrir atvinnustarfsemi, þjónustu, menntun, búsetu og afþreyingu þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað. Við trúum því að vönduð og fjölbreytt þjónusta innan slíkra kjarna skapi aðstæður fyrir viðskiptavini okkar til að dafna og auki ánægju viðskiptavina þeirra, íbúa og starfsfólks í nágrenni þeirra.

Í nokkrum af okkar stærstu eignum og kjörnum eru gestateljarar við innganga en slíkir teljarar gefa mjög hagnýtar upplýsingar til að meta umferð fólks eftir tímum, dögum, vikum, mánuðum o.s.frv. Dagana 30. október til 5. nóvember var mikið um að vera í nokkrum af okkar fjölsóttustu kjörnum en þá komu ríflega 120.000 gestir samtals í Smáralind, Hafnartorg, Hafnartorg Gallery og Egilshöll, en það samsvarar ríflega 30% íbúafjölda Íslands. Þessa daga var Kauphlaup í Smáralind, í miðbæ Reykjavíkur og í Hafnartorgi Gallery fór Iceland Airwaves fram en Reginn og Hafnartorg eru samstarfsaðilar hátíðarinnar og í Egilshöll, stærstu íþrótta og afþreyingamiðstöð landsins var mikið um að vera í öllum krókum og kimum enda mikið úrval afþreyingar starfrækt þar samhliða öflugu íþróttastarfi.

Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.